Tuesday, December 06, 2005

14.desember

Mikið er tíminn fljótur að líða, næstum heill mánuður síðan ég bloggaði síðast. Ég er ekki dugleg núna en ég er heldur ekki komin lengst út í móa! Ég ákvað að gefa mér tauminn lausann á meðan allt þetta stress er að ganga yfir og stefni á að mæta aftur til leiks í janúar. Gangi ykkur öllum vel og gleðileg jól.

Thursday, November 17, 2005

Svínsleg hegðun

Já ég er búin að haga mér eins og svín undanfarið. Málið er að ég veit ástæðuna, ég er að borða yfir tilfinningar sem mér tekst ekki að díla við í augnablikinu. Ég byrja hvern dag með því að reyna að koma mér í réttan gír og það tekst fram til ca klukkan 16 og þá er fjandinn laus. Ég vildi að ég gæti látið loka mig inni á einhverju sultarhæli á meðan mér líður svona. Ég einfaldlega finn ekki haldbært ráð til að ná tökum á þessu og ég sekk neðar og neðar með hverjum deginum sem ég finn fyrir þessu stjórnleysi. Ég þori sko ekki orðið á vigtina lengur. Ég hélt að ég væri komin á beina braut í þessum matarmálum og að svona aðstæður tilheyrðu fortíðinni en það virðist ekki vera.

Takk stelpur fyrir aðhaldið. Ég er bara svo mikill lúser þessa dagana að það virðist ekkert virka á mig. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira, mér líður bara ömurlega!!

Wednesday, November 09, 2005

Miðvikudagur 9.nóvember

Tala dagsins er 98,3 kíló. Ég stóð mig ekki nógu vel í gær, viðurkenni það bara. Þessi vika er algjört stressógeð en ég reyni eins og ég get að halda mér á mottunni matarlega. Bumbuskvísa spyr afhverju ég kem með tölu daglega núna, það er vegna þess að ég var farin að svindla út í eitt en með því að koma með tölu daglega þá virkar það hvetjandi á mig og gefur mér aðhald. Tala nú ekki um þegar ég veit að þið eruð að fylgjast með mér og ef talan hækkar bara og hækkar þá fæ ég spark í afturendann frá ykkur og það er svoooooo voooont!!! lol

Tuesday, November 08, 2005

Þriðjudagur 8.nóvember

Sama tala í dag og var í gær, 98,4 kíló. Má ekki vera að því að fara bloggrúnt núna, sorrý stelpur, allt brjálað að gera hjá mér núna!!

Monday, November 07, 2005

Mánudagur 7.nóvember

Í dag er ég 98,4 kíló, 800 grömm horfin frá því ég vigtaði mig síðasta mánudag. Ég er sátt við það og stefni á að ná svindlsukkinu (tvö kíló í viðbót) af mér sem fyrst svo ég geti haldið áfram ferðalaginu mínu niður fitufjallið. Helgin var frekar erfið matarlega séð og núna er að byrja mikil stressvika. Ég get – ég ætla – ég skal - SIGRA!

Sunday, November 06, 2005

Sunnudagur 7.nóvember

Tala dagsins er 98,2 kíló. Það gengur ágætlega hjá mér að halda mér á mottunni, ég kvíði samt næstu viku þar sem það verður talsvert mikið að gera og það hefur reynst mér erfitt. Ég þarf að undirbúa mig vel og versla inn nóg af hollustu til að vera vel undirbúin. Kem með tölu aftur í fyrramálið.

Saturday, November 05, 2005

Laugardagur 5.nóvember

Tala dagsins er 97,9 kíló. Jamm, soldið rokk upp og niður en dagarnir eru ósköp svipaðir hjá mér. Í gær borðaði ég óvenju mikið af grænmeti, veit ekki hvort það er ástæðan fyrir upp sveiflu í dag. Kem með tölu á morgun!